Innlent

Alblóðugur og meðvitundarlaus í Bankastræti

Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Þegar sjúkrabílar komu á vettvang var ljóst að hann hefði orðið fyrir líkamsárás samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar sjúkrabílar komu á vettvang var ljóst að hann hefði orðið fyrir líkamsárás samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Tómas
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst laust fyrir klukkan þrjú í dag tilkynning um að maður hefði fundist meðvitundarlaus í götunni. Hann fannst í Bankastræti á móts við skemmtistaðinn B5 og fatabúðina 66°Norður.

Þegar sjúkrabílar komu á vettvang var ljóst að hann hefði orðið fyrir líkamsárás samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn andaði en ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsli hans eru. Hann var borinn, alblóðugur, inn í sjúkrabíl og fluttur á spítala.

Tveir sjúkrabílar voru sendir strax á vettvang.Vísir/Tómas



Fleiri fréttir

Sjá meira


×