Fótbolti

Markalaust í Íslendingaslagnum í Rússlandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Björn Bergmann í leik með Rostov gegn CSKA fyrr á tímabilinu.
Björn Bergmann í leik með Rostov gegn CSKA fyrr á tímabilinu. vísir/getty
Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru í byrjunarliði CSKA Moskvu þegar liðið heimsótti Rostov í 16.umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í dag en þremur stigum munar á þessum liðum í 3. (CSKA) og 5.sæti (Rostov) deildarinnar.

Í liði Rostov hófu þeir Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðsson leik og léku allan leikinn. Viðar Örn Kjartansson var hins vegar allan tímann á bekknum hjá Rostov.

Skemmst er frá því að segja að leiknum lauk með markalausu jafntefli í tíðindalitlum leik en Ivan Oblyakov fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á lokamínútu leiksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×