Fótbolti

Feyenoord batt enda á fullkomna byrjun PSV

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hart tekist á í Rotterdam í dag
Hart tekist á í Rotterdam í dag vísir/getty
PSV Eindhoven heimsótti Feyenoord í stórleik helgarinnar í hollensku úrvalsdeildinni í Rotterdam í dag. PSV var með fullt hús stiga þegar kom að leiknum í dag á meðan Feyenoord hafði þrettán stigum minna í 3.sæti deildarinnar.

Daninn Nicolai Jorgensen kom Feyenoord yfir eftir 27 mínútna leik og Svíinn Sam Larsson tvöfaldaði forystuna skömmu síðar.

Steven Bergwijn minnkaði muninn fyrir PSV í síðari hálfleik og gerði lokamínúturnar æsispennandi en fleiri urðu mörkin ekki og fyrsta tap PSV í deildinni í vetur staðreynd.

Ajax er í 2.sæti, tveimur stigum á eftir PSV Eindhoven.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×