Körfubolti

Snæfell vann 23 stiga sigur á Stjörnunni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Snæfellskonur gefa ekkert eftir í baráttunni um toppsætið
Snæfellskonur gefa ekkert eftir í baráttunni um toppsætið vísir/ernir
Snæfell átti ekki í miklum vandræðum með Stjörnuna þegar Garðabæjarkonur heimsóttu Stykkishólm í Dominos-deildinni í dag.

Stjörnukonur leiddu reyndar eftir fyrsta leikhluta 11-23 en strax í öðrum leikhluta tóku heimakonur öll völd þar sem þær skoruðu 25 stig gegn sjö stigum gestanna. Snæfell hélt áfram að keyra yfir gestina í þriðja leikhluta og fór að lokum svo að Snæfell vann 23 stiga sigur, 81-58.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/9 fráköst, Katarina Matijevic 17/10 fráköst/6 stoðsendingar, Angelika Kowalska 9/5 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 4, Tinna Alexandersdóttir 2, Heiða Hlín Björnsdóttir 1.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 15/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jenný Harðardóttir 14/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 7, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/5 fráköst, Maria Florencia Palacios 4/4 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2.

Snæfell heldur þar með í við KR en þau deila tveimur efstu sætum deildarinnar á meðan Stjarnan er í 4.sæti með 10 stig eftir 10 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×