Handbolti

Ísland fer í umspil um sæti á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þórey var markahæst hjá Íslandi í kvöld.
Þórey var markahæst hjá Íslandi í kvöld. vísir/ernir
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti í umspili HM 2019 með 31 marks sigri á Aserbaísjan í lokaleik liðsins í forkeppni HM í dag.

Fyrir leikinn í dag var ljóst að Ísland gæti enn tekið málin í sínar hendur, í stað þess að þurfa að treysta á sigur Tyrkja á Makedóníumönnum seinna í kvöld, með því að vinna með meira en 27 mörkum. Það þýddi að Ísland færi í umspil sem besta liðið í öðru sæti.

Aserar eru ekki þekktasta handboltaþjóðin en íslenska liðið gerði þó mjög vel í að halda einbeitingu allan tímann og vinna sér inn þann markamun sem þurfti.

Þegar flautað var til hálfleiks var Ísland með 19 marka forskot 28-9. Lokatölur urðu 49-18 í Skopje og íslensku stelpurnar gátu fagnað í leikslok.

Þórey Rósa Stefánsdótti skoraði 13 mörk fyrir Ísland og Hafdís Renötudóttir varði 22 bolta í markinu. Arna Sif Pálsdóttir gerði sex mörk og þrír leikmenn náðu fimm mörkum fyrir Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×