Enski boltinn

Messan: Pickford langt frá því að vera í heimsklassa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Englendingurinn ungi gerði dýrkeypt mistök í gær
Englendingurinn ungi gerði dýrkeypt mistök í gær vísir/getty
Jordan Pickford gerði sig sekan um hrikaleg mistök sem kostuðu Everton stig gegn Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Strákarnir í Messunni á Stöð 2 Sport ræddu atvikið í þætti gærkvöldsins.

„Oft er það með breska íþróttamenn að þeir ofmetnast. Allt í einu var umtalið orðið þannig að Pickford væri einn af bestu íþróttamönnum heims,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

„Hvaða leiki spilaði hann vel á HM? Svona verður oft umræðan á Bretlandi, hann er hvergi nálægt toppklassa.“

Liverpool minnkaði forystu Manchester City niður í tvö stig með sigrinum og er enn í baráttunni um titilinn

„Það sem að þeir lifa svolítið á er að þetta er mjög líkt lið og í fyrra. Núna er þetta í prinsippi sama lið og þeir halda áfram að gera þessa hluti sem þeir gerðu í fyrra,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason.

„Þeir spiluðu ekkert sérstaklega vel í þessum leik en það er mjög mikill styrkur að vinna.“

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.

 

Klippa: Messan: Pickford er langt frá heimsklassa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×