Enski boltinn

Handtekinn fyrir að kasta bananahýði inn á völlinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Emiratesvöllurinn er ekki ruslatunna
Emiratesvöllurinn er ekki ruslatunna vísir/getty
Áhorfandi á leik Arsenal og Tottenham á Emiratesvellinum í dag var handtekinn fyrir að kasta bananahýði inn á völlinn.

Bananahýðið kom fljúgandi inn á völlinn þegar leikmenn Arsenal fögnuðu marki Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu strax á 10. mínútu leiksins.

Lögreglan í Lundúnum sagði eftir leikinn, sem endaði með 4-2 sigri Arsenal, að sjö hefðu verið handteknir fyrir ýmis konar óeirðir, þar af einn fyrir að kasta hlut inn á völlinn.

Rannsókn á málinu stendur enn yfir.

Sigur Arsenal þýðir að Skytturnar eru komnar í fjórða sæti deildarinnar, átta stigum frá Manchester City á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×