Enski boltinn

Messan: Pep í sinni rugluðu veröld fílar samkeppnina frá Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Klopp og Guardiola ræðast við
Klopp og Guardiola ræðast við vísir/getty
Manchester City sló stigamet í ensku úrvalsdeildinni í vor. Liðið hefur farið frábærlega af stað í ár, líkt og það gerði síðasta haust.

Ríkharð Óskar Guðnason spurði sérfræðinga sína í Messunni á Stöð 2 Sport hvort að City næði að slá sitt eigið met í vor?

„Þeir eru allavega á góðri leið með það. Maður sér ekki neitt lið stöðva þá eins og staðan er núna,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason.

„Ég held, miðað við hvað Pep Guardiola virkar „intense“ nágungi á mig, þá held ég að hann sé að fíla það að Liverpool sé andandi í hálfsmálið á þeim,“ sagði Hjörvar Hafliðason og hélt áfram.

„Í fyrra var deildin komin um áramótin og þeir urðu kærulausir í lok febrúar, mars og apríl. Svona á þeirra rosalega klassa. Þeir misstu svolítið fótinn af bensíninu en núna verða þeir að vinna alla leiki því Liverpool vinnur alla leiki.“

„Ég held að Pep Guardiola, í hans rugluðu veröld, vilji hafa þetta svona.“

City og Liverpool eru bæði ósigruð eftir 14 umferðir. City er með 38 stig af 42 mögulegum, Liverpool 36. City fékk 100 stig síðasta vetur af 114 mögulegum.



Klippa: Messan: City gæti bætt stigametið aftur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×