Enski boltinn

Messan: Ósanngjarnt að setja Foyth í þessa stöðu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Foyth í baráttunni í leiknum
Foyth í baráttunni í leiknum vísir/getty
Argentínumaðurinn ungi Juan Foyth var í byrjunarliði Tottenham í stórleiknum við Arsenal um helgina á meðan Toby Alderweireld sat á bekknum.

„Hann var í tómum vandræðum, og kannski skiljanlega. Þetta er leikur af því kaliberi, þetta skiptir svo gríðarlega miklu máli fyrir stuðningsmenn beggja liða, að mér finnst svolítið ósanngjarnt að henda honum í þetta,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason þegar málið var rætt í Messunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

„Ég bara næ því ekki afhverju hann [Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham] fór í þetta.“

Pochettino varði sinn mann í viðtali eftir leikinn. „Að mínu mati var hann einn besti leikmaður vallarins.“

Alla umræðuna úr Messunni má sjá hér að neðan.

Klippa: Messan: Óskiljanlegt að spila ekki Alderweireld





Fleiri fréttir

Sjá meira


×