Handbolti

Stelpurnar hans Þóris rúlluðu yfir Tékkland

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórir og hans stelpur eru að komast á skrið.
Þórir og hans stelpur eru að komast á skrið. vísir/getty
Þórir Hergeirsson og lærimeyjar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta unnu fjórtán marka sigur á Tékklandi á EM í handbolta í Frakklandi.

Noregur var tíu mörkum yfir í hálfleik 20-10 og héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik. Sigurinn varð að lokum fjórtán mörk, 31-17.

Markaskorið dreifðist vel hjá norska liðinu en markahæst var Malin Aune með sex mörk. Næst kom Veronica Kristiansen með fimm mörk úr átta skotum.

Noregur er með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina en þær töpuðu óvænt fyrir Þjóðverjum í fyrsta leiknum. Tékkarnir eru án stiga.

Holland vann dramatískan sigur á Spáni, 28-27, eftir að staðan í hálfleik hafi verið 14-11 Hollandi í vil. Sigurmarkið kom á lokasekúndunni.

Spánn er með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina en Holland er komið með fjögur stig, fullt hús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×