Körfubolti

Katla Rún eina hundrað plúsa konan í deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katla Rún Garðarsdóttir.
Katla Rún Garðarsdóttir. Vísir/Hanna
Keflvíkingurinn Katla Rún Garðarsdóttir er nú langefst í plús og mínus í Domino´s deild kvenna í körfubolta.

Katla Rún átti flottan leik með Keflavíkurkonum í gær þegar þær fóru í Borgarnes og unnu 89-83 sigur á heimastúlkum í Skallagrími. Keflavík var þarna að vinna sinn áttunda leik í röð.

Keflavíkurliðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í vetur en hefur síðan unnið öll lið deildarinnar í einum rykk og gott betur. Fyrstu sigur vetrarins kom einmitt í heimaleik á móti Skallagrími.

Katla Rún Garðarsdóttir var með 10 stig og 4 stoðsendingar á rúmum 28 mínútum í leiknum í Borgarnesi í gærkvöldi og það sem meira er að Keflavíkurliðið vann þessar mínútur með 22 stigum. Það þýðir að Keflavík tapaði með 16 stigum þær tæpu tólf mínútur sem hún sat á bekknum.

Katla Rún er nú með nítján plúsa foryustu á plús og mínus lista deildarinnar. Katla Rún hefur spilað rúmar 198 mínútur í deildinni í vertur og þær hafa Keflavíkurkonur unnið með 105 stigum.

Katla hefur verið í plús í 9 af 10 leikjum sínum þar af í plús 53 í síðustu tveimur á móti Skallagrími (+22) og Snæfelli (+31).

Án Kötlu hefur Keflavíkurliðið tapað hinum rúmu tvöhundruð mínútunum með 43 stigum.

Næst á eftir Kötlu á listanum er Kristen Denise McCarthy hjá Snæfelli sem er með plús 86 en þriðja er síðan Keflvíkingurinn Salbjörg Ragna Sævarsdóttir.

Keflavík á alls fjóra leikmenn á topp tíu listanum en bæði Snæfell og KR eiga þrjá. Þetta eru einmitt þrjú efstu lið deildarinnar en þau eru öll jöfn með 16 stig.

Efstu konur í plús & mínus í Domino´s deild kvenna 2018-19:

1. Katla Rún Garðarsdóttir, Keflavík     +105

2. Kristen Denise McCarthy, Snæfell     +86

3. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Keflavík     +81

4. Unnur Tara Jónsdóttir, KR     +78

5. Brittanny Dinkins, Keflavík     +74

6. Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík     +72

7. Angelika Kowalska, Snæfell     +71

8. Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell     +67

9. Kiana Johnson, KR     +65

10. Orla O'Reilly, KR     +63




Fleiri fréttir

Sjá meira


×