Innlent

Heiðarlegur borgari skilaði peningunum til lögreglu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Upphæðin í umslaginu sem týndist nam 70.000 krónum.
Upphæðin í umslaginu sem týndist nam 70.000 krónum. Fréttablaðið/Valli
Eldri kona sem tapaði 70.000 krónum í eða við Bónus á Selfossi í gær hafði heppnina með sér í dag þegar kona sem fundið hafði peninginn, sem var í umslagi, skilaði honum til lögreglunnar á Suðurlandi.

Sagt er frá þessu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi en konan sem tapaði fénu fór til lögreglu í gær og tilkynnti um málið.

Í dag kom síðan kona til lögreglu með umslagið með peningnum og vildi skila því inn til lögreglu í von um að eigandinn fyndist.

„Lögreglan hafi samband við eiganda umslagsins sem var að vonum glöð við fregnirnar.

Ræddu konurnar síðan saman símleiðis og merkja mátti mikið þakklæti af hálfu þeirrar sem endurheimt hafði fé sitt. Óskuðu þær hvor annarri gleðilegra jóla,“ segir í færslu lögreglunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×