Fótbolti

Hundur kom markverði til bjargar í argentínska fótboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessi káti hundur tengist fréttinni þó ekki.
Þessi káti hundur tengist fréttinni þó ekki. Vísir/Getty
Hundurinn er oft nefndur besti vinur mannsins og einn markvörður í argentínsku C-deildinni í fótbolta er örugglega sammála því eftir leik helgarinnar.

Juventud Unida vann þá 3-0 sigur á Defensores de Belgrano 3-0 á sunnudaginn í C-deildinni í Argentínu. Mörkin hefðu þó getað verið fleiri í leiknum.

Markvörður Defensores gerði sig sekann um klaufaleg mistök í leiknum og sóknarmaður Juventud Unida fékk kjörið tækifæri til að skora í eitt markið.

Boltinn fór þá aldrei alla leið þökk sé óvæntri innkomu úr stúkunni eins og sjá má hér fyrir neðan.





Það má kannski segja að þessi hundur hafi verið markvörður vikunnar í argentínska fótboltanum en hann varði í það minnsta skotið með glæsibrag.

Líklegt er að þarna sé um flækingshund að ræða en hver veit nema að umræddur markvörður ættleiði hann í framhaldi af þessum hetjudáðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×