Handbolti

Serbía skellti Danmörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danirnir fengu skell í kvöld.
Danirnir fengu skell í kvöld. mynd/ehf
Danir töpuðu með fimm mörkum, 30-25, fyrir Serbíu á EM í handbolta kvenna sem spilað er í Frakklandi um þessar mundir.

Danirnir voru fyrir leikinn komnir áfram í milliriðla en vildu fá stigin tvö til þess að fara með fleiri stig inn í millariðilinn.

Serbarnir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13, og létu forystuna aldrei af hendi. Munurinn varð að endingu fimm mörk og bæði Danmörk og Serbía enda riðilinn með fjögur stig.

Í liði Dana var það Trina Jensen sem var markahæst með sex mörk en hjá Serbíu var það Katarina Slezak sem var öflug. Hún skoraði ellefu mörk eins og Andrea Lekic.

Frakkland endar riðil B með fjögur stig eftir sigur á Svartfjallalandi, 25-20, en þær náðu góðu forskoti í fyrri hálfleik. Heimastúlkur leiddu í hálfleik 16-8.

Bæði lið eru á leið í milliriðlana en Estelle Minko var markahæst hjá Frökkunum með sjö mörk úr sjö skotum. Durdina Jaukovic gerði sex mörk fyrir Svartfjallaland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×