Enski boltinn

Manchester City með hreðjatak á suðrinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sane skoraði eitt mark í gærkvöldi.
Sane skoraði eitt mark í gærkvöldi. vísir/getty
Manchester City vann 2-1 sigur á Watford í gærkvöldi en sigurinn var þrettándi sigur City í fimmtán leikjum á tímabilinu.

City er með fimm stiga forskot í úrvalsdeildinni, að minnsta kosti þangað til í kvöld, er Liverpool spilar við Burnley á útivelli.

Það er áhugaverð tölfræði City í suður Englandi og suður Wales en Bill Edgar, blaðamaður The Times, vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi.

Í síðustu 38 leikjum City hafa þeir unnið 37 leiki og gert eitt jafntefli. Ekki eitt tap í síðustu 38 leikjum gegn þessum liðum. Ótrúleg tölfræði en 38 leikir jafngildir heilu tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×