Innlent

Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún í Bítinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í hljóðveri Bítisins í morgun.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í hljóðveri Bítisins í morgun. Vísir/vilhelm
Uppfært kl. 8:35. 

Viðtalinu er lokið. Það má heyra í heild sinni neðst í fréttinni.

Upprunalegu fréttina má lesa hér að neðan

Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, verða gestir Bítisins á Bylgjunni. Anna og Sigmundur hafa verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum að undanförnu í tengslum við Klausturmálið svokallaða.

Viðtalið við þau hefst um klukkan 08:05 og má hlusta á það hér að neðan.

Fjölmiðlar hafa síðustu daga átt í erfiðleikum með að fá viðbrögð þingmannanna sem sátu að sumbli á Klaustri þann 20. nóvember. Upptökur af samræðum þeirra hafa vakið mikla athygli, ekki síst fyrir óheflað orðbragð og mögulega saknæma úthlutun sendiherrastóla.

Þess hefur verið krafist að þingmenninir sex segi af sér þingmennsku vegna málsins. Um 90 prósent aðspurðra í nýrri könnun telja að Sigmundur eigi að segja af sér og um 74 prósent segja að Anna eigi að gera slíkt hið sama. Þá ræddi Anna Kolbrún við Morgunblaðið í morgun þar sem hún greinir ítarlega frá sinni hlið á málinu. 

Viðtalið við þau Sigmund og Önnu Kolbrúnu má heyra hér að neðan.


Tengdar fréttir

Miðflokkurinn næði ekki manni inn

Ný könnun Zenter fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is sýnir Miðflokkinn með 4,3 prósenta fylgi og er gerð eftir að Klaustursmálið komst í hámæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×