Enski boltinn

Sér Robertson fyrir sér sem framtíðarfyrirliða Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Robertson og Virgil van Dijk.
Andy Robertson og Virgil van Dijk. Vísir/Getty
Andy Robertson ber fyrirliðbandið hjá skoska landsliðinu og liðsfélagi hans hjá Liverpool sér hann fyrir sér með fyrirliðabandið hjá Liverpool í framtíðinni.

Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk talar mjög vel um skoska bakvörðinn í viðtali við BBC í Skotlandi.

Liverpool keypti Andy Robertson frá Hull City árið 2017 og hann hefur síðan spilað 48 leiki fyrir félagið.





Robertson er 24 ára gamall en hefur þegar verið fyrirliði skoska landsliðsins í sex leikjum á þessu ári.

„Ef hann heldur áfram að bæta sig þá verður hann fyrirliði Liverpool í framtíðinni,“ sagði Virgil van Dijk við BBC en Van Dijk er sjálfur landsliðsmaður Hollands.

„Hann er þegar orðinn öflugur leiðtogi. Þú þarft samt ekki að bera fyrirliðabandið til að vera leiðtogi í okkar liði,“ sagði Van Dijk.

Hinn 28 ára gamli Jordan Henderson er fyrirliði Liverpool í dag og hinn 32 ára gamli  James Milner er varafyrirliði. Virgil van Dijk er annar varafyrirliði og Georginio Wijnaldum er þriðji varafyrirliði.

„Andy er að standa sig mjög vel. Hann hefur stigið mörg stór skref á sínum ferli og verður bara að halda áfram að gera það sem hann er að gera,“ sagði Van Dijk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×