Íslenski boltinn

Tobias Thomsen aftur í KR

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tobias Thomsen stóð sig vel hjá KR 2017 og er kominn aftur.
Tobias Thomsen stóð sig vel hjá KR 2017 og er kominn aftur. vísir/stefán
Danski framherjinn Tobias Thomsen er genginn aftur í raðir KR en hann kemur í vesturbæinn að þessu sinni frá Val þar sem að hann spilaði síðasta sumar.

Frá þessu er greint á heimasíðu KR en þar segir að framherjinn sé nú þegar byrjaður að æfa með liðinu og að hann „sé viðbót við þá sem þegar hafa komið.“

Tobias fór mikinn með KR á sinni fyrstu leiktíð á Íslandi en hann skoraði níu mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni og fjögur mörk í þremur leikjum í Mjólkurbikarnum, í heildina þrettán mörk í 25 leikjum.

Danski framherjinn skoraði sigurmark Vals á móti KR í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð í uppbótartíma og fagnaði gríðarlega en það varð á endanum eina mark hans fyrir Val í deildinni síðasta sumar.

Tobias spilaði í heildina fjórtán leiki í deild og þrjá í bikarnum fyrir Val þar sem að hann skoraði sömuleiðis eitt mark en hann var meira og minna varamaður fyrir markahrókinn Patric Pedersen.

Tobias Thomsen, sem verður 27 ára gamall á næsta ári, er fjórði leikmaðurinn sem að KR fær til sín eftir síðustu leiktíð. Áður voru komnir Víkingarnir Alex Freyr Hilmarsson og Arnþór Ingi Kristinsson auk Ægis Jarls Jónassonar sem kom frá Fjölni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×