Enski boltinn

Hasenhuttl er nýjasti knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ralph Hasenhuttl.
Ralph Hasenhuttl. Vísir/Getty
Ralph Hasenhuttl er tekinn við sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Southampton en hann tekur við starfi Mark Hughes sem var rekinn í byrjun vikunnar.

Ralph Hasenhuttl hætti sem stjóri þýska liðsins RB Leipzig í sumar en hann gerir tveggja og hálfs árs samning við Southampton.





Hasenhuttl er 51 árs gamall Austurríkismaður og spilaði á sínum tíma 450 leiki sem framherji í Austurríki, Belgíu og Þýskalandi.

Fyrsta starf Ralph Hasenhuttl á þjálfaraferlinum var hjá SpVgg Unterhaching þar sem hann var í tvö ár frá 2007 til 2010 en hann var búinn að vera hjá bæði VfR Aalen (2011–2013) og FC Ingolstadt (2013–2016) og þegar hann tók við liði RB Leipzig árið 2016.





Undir stjórn Hasenhuttl náði RB Leipzig öðru sæti í þýsku bundesligunni á hans fyrsta ári en liðið var þá nýliði í deildinni. Liðið varð síðan í sjötta sæti á síðasta tímabili en Ralph Hasenhuttl náði ekki að semja um nýjan samning og yfirgaf Leipzig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×