Innlent

Afhenti Önnu Karólínu Kærleikskúluna

Atli Ísleifsson skrifar
Eliza Reid forsetafrú afhenti Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur Kærleikskúlu ársins 2018 á Kjarvalsstöðum í morgun.
Eliza Reid forsetafrú afhenti Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur Kærleikskúlu ársins 2018 á Kjarvalsstöðum í morgun. Mynd/Díana Sjöfn
Eliza Reid forsetafrú afhenti Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur Kærleikskúlu ársins 2018 á Kjarvalsstöðum í morgun.

Þetta er í sextánda sinn sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra veitir slíka viðurkenningu fyrir mikilvæg störf í þágu fatlaðra í samfélaginu.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Anna Karólína hafi í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Special Olympics og þróunarsviðs Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi unnið ötult starf í þágu fatlaðra og stutt við og eflt íþróttaiðkun þeirra.

„Anna Karólína  hefur farið út fyrir venjubundnar starfslýsingar og verið leiðandi í því að lögð sé áhersla á það að hlustað sé á skoðanir íþróttafólks og iðkenda. Þá hefur hún verið einkum hugmyndarík og hrint því í framkvæmd að enn fleiri tækifæri yrðu opnuð einstaklingum með hreyfihömlun á sviðinu, með því að hugsa út fyrir rammann og með því að leitast sérstaklega eftir nýjungum í tækni og í íþróttaheiminum. Þá hefur hún leitt áfram þá vinnu í að sérbúnaður yrði fenginn til landsins sem hægt er að nýta í ýmsum íþróttagreinum og í íþróttaiðkun hvers konar,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar, sem að þessu sinni er hönnuð af Elínu Hansdóttur, rennur til sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal.

Elín Hansdóttir með kærleikskúluna sem gengur undir nafninu Terella.Mynd/Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra



Fleiri fréttir

Sjá meira


×