Enski boltinn

Jose Mourinho: Öll lið hafa bætt sig nema við

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Vísir/Getty
Manchester United fær Arsenal í heimsókn á Old Trafford í kvöld í stórleik vikunnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti enn á ný að svara fyrir slakt gengi sinna manna á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Mourinho kvartaði mikið yfir því í upphafi tímabilsins að hafa ekki náð að kaupa miðvörð í sumar en hann eyddi 80 milljónum punda í þá Fred og Diogo Dalot. Flest toppliði styrktu sig mikið í sumar fyrir utan lið Tottenham.





Mourinho sagði það koma sér á óvart að Manchester United væri nú þegar lent átta stigum á eftir efstu fjórum liðum ensku úrvalsdeildarinnar. United er með 22 stig og -1 í markatölu fyrir leik kvöldsins en Arsenal er í fjórða sætinu með 30 stig og +14 í markatölu.

„Stigamunurinn á United og efstu fjórum liðunum er eitthvað sem ég gat ekki séð fyrir. Maður reynir alltaf að hugsa jákvætt og sérð aldrei muninn verða svona mikinn,“ sagði Jose Mourinho.

„Ég hef sagt það áður og segi það aftur núna að við fengum ekki hrósið sem við áttum skilið fyrir síðasta tímabil þar sem við náðum öðru sætinu, spiluðum til úrslita í bikarnum og unnum okkar riðil í Meistaradeildinni. Við áttum meira hrós skilið fyrir það tímabili,“ sagði Mourinho en hvað með þessa hörmungartímabil liðsins.

„Hin liðin eru orðin betri. Spurs var eina liðið sem styrkti sig ekki í sumar en besta styrkingin er að halda sínum toppleikmönnum. Öll liðin bættu sig því nema við,“ sagði Mourinho.

Leikur Manchester United og Arsenal hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

Það má sjá allan blaðamannafund Jose Mourinho hér fyrir neðan.



Klippa: Jose Mourinho Press Conference



Fleiri fréttir

Sjá meira


×