Enski boltinn

Músagangur í eldhúsinu á æfingasvæði Crystal Palace

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace.
Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace. Vísir/Getty
Crystal Palace tapaði 3-1 á móti Brighton & Hove Albion í gær og hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Það er því mikil vandræði á leik liðsins og fyrir vikið er liðið dottið niður í harða fallbaráttu í deildinni alveg eins og í byrjun síðasta tímabils.

Frammistaða leikmanna félagsins á vissulega skilið sína gagnrýni en kannski væri gott að byrja á því að laga hreinlætið á æfingasvæði félagsins í suðurhluta Lundúna.

Eldhúsið á æfingasvæði Crystal Palace fékk nefnilega algjöra útreið hjá heilbrigðiseftirlitinu sem kom í heimsókn á dögunum til Beckenham.

Crystal Palace segist nú hafa gripið til nauðsynlega aðgerða en það var ekki fyrr en að heilbrigðiseftirlitið hafði gefið eldhúsinu þeirra núll í einkunn.

Eftirlitsmennirnir fundu merki um músagang í eldhúsinu og að mýsnar hafi látið fara vel um sig í marga mánuði.

Talsmaður Crystal Palace segir að vandamálið hafi komið upp eftir að svæðið var gert upp. Eldhúsinu var lokað í nokkra daga á meðan það var tekið í gagn samkvæmt upplýsingum frá honum. Nú lofa menn að allt sé í lagi.

Ekki fylgir sögunni um hvort leikmenn Crystal Palace séu spenntir fyrir að borða í Beckenham og líklegra að þeir skelli sér út að borða eða bara heim eftir æfingu.

Guardian fjallar um málið hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×