Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig fjöllum við um fylgishrun Miðflokksins og fáum viðbrögð frá formanni flokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Við fjöllum einnig um ráðstefnuna Minna hot sem haldin var í dag þar sem orðfæri þingmanna á Klaustur Bar var borið saman við orðfæri forseta Bandaríkjanna.

Við segjum einnig frá því að kínverskum ferðamönnum og ungu fólki sem slasast í umferðinni hér á landi hefur fækkað verulega vegna aukinnar áherslu á fræðslu og forvarnir. Fréttamaður okkar kemur við í matarveislu þar sem forljótar kartöfluflögur og bjór úr afgangsbrauði er í boði og við fylgjumst með stórum áfanga hjá Flugfélaginu Erni þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×