Handbolti

Þýskaland í milliriðla eftir endurkomu gegn Tékkum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þjóðverjar fagna marki.
Þjóðverjar fagna marki. vísir/afp
Þýskaland er komið í milliriðlana á EM kvenna í handbolta sem haldið er í Frakklandi eftir tveggja marka sigur á Tékklandi, 30-28, í leik liðanna í kvöld.

Tékkarnir voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en Þjóðverjarnir komu til baka undir lok fyrri hálfleiks og jöfnuðu í 16-16.

Í síðari hálfleik voru Þjóðverjarnir sterkari og unnu að endingu mikilvægan sigur, 30-28, sem skýtur þýska liðinu áfram í milliriðla.

Meike Schmelzer skoraði sjö mörk úr sjö skotum fyrir Þjóðverjum en Iveta Luzumovic gerði níu mörk fyrir Tékkland.

Tékkland er úr leik en Þjóðverjar eru komnir áfram í milliriðla eftir tvo sigra í leikjunum þremur í milliriðlinum.

Í hinum leik dagsins sem lokið er rúllaði Holland yfir Króatíu, 34-23, en Hollendingar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10.

Delila Amega átti frábæran leik fyrir Holland og skoraði átta mörk í níu skotum en í liði Króatíu voru það Ana Turk og Larissa Kalaus sem skoruðu sex hvor.

Króatía er úr leik á EM kvenna en Hollendingarnir eru á leið í milliriðil. Þær enduðu C-riðilinn með fullt hús stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×