Handbolti

Gunnar Steinn magnaður í sigri Ribe | Heil umferð í Danmörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Steinn var frábær í kvöld.
Gunnar Steinn var frábær í kvöld. vísir/getty
Heil umferð fór fram í danska handboltanum í kvöld og þar voru margir Íslendingar í eldlínunni. Mörg íslensk mörk litu dagsins ljós og þó nokkrar stoðsendingar í leikjum kvöldsins.

Vignir Svavarsson gerði þrjú mörk úr þremur skotum er TTH Holstebro gerði jafntefli, 28-28, við Nordsjælland á heimavelli en Nordsjælland jafnaði metin rúmri mínútu fyrir leikslok.

Eftir jafnteflið er TTH í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig en Nordsjælland er í ellefta sætinu með níu stig.

Ribe-Esbjerg vann mikilvægan fjögurra marka sigur, 30-26, á Bjerringbro-Silkeborg en eftir sigurinn er Ribe-Esbjerg komið upp að hlið KIF Kolding með tíu stig í níunda til tíunda sæti deildarinnar.

Rúnar Kárason skoraði tvö mörk úr fjórum skotum og gaf tvær stoðsendingar fyrir Ribe en Gunnar Steinn Jónsson var stórkostlegur. Hann skoraði átta mörk og gaf sex stoðsendingar.

Ólafur Gústafsson skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum og var næst markahæstur hjá KIF Kolding sem tapaði með sjö mörkum fyrir Århus á útivelli, 28-21.

Skjern vann sjö marka sigur á Mors-Thy, 33-26, en Bjögrvin Páll Gústavsson varði eitt af tveimur vítaskotum sem hann reyndi við. Tandri Már Konráðsson var ekki í leikmannahóp Skjern sem er í sjöunda sætinu.

GOG er áfram í öðru sætinu eftir 27-24 sigur á Ringsted á heimavelli en Óðinn Þór Ríkharðsson átti flotttan leik í vinstra horninu hjá GOG. Hann skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum.

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu er SönderjyskE tapaði með þremur mörkum á útivelli gegn Lemvig-Thyborøn, 30-27. SönderjyskE er í áttunda sætinu.

Álaborg tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni er þeir töpuðu á heimavelli fyrir Skanderborg, 29-25. Þeir eru nú með eins stigs forskot á GOG. Ómar Ingi Magnússon gerði eitt mark og gaf fimm tsoðsendingar en Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk. Að auki gaf hann eina stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×