Fótbolti

Vandræðalaust hjá Barcelona og Atletico

Anton Ingi Leifsson skrifar
Börsungar fagna í kvöld.
Börsungar fagna í kvöld. vísir/getty
Barcelona og fleiri stórlið voru ekki í vandræðum með neðri deildarlið í bikarkeppninni en spænski bikarinn var á dagskránni í kvöld.

Barcelona vann 1-0 sigur á C-deildarliðinu Leonesa í fyrri leik liðanna en Barcelona vann síðari leikinn á Camp Nou 4-1 í kvöld.

Staðan var 3-0 í hálfleik en Munir El Haddadi, Denis Suarez og Malcom skoruðu mörkin áður en Josep Sene minnkaði muninn fyrir Leonesa í síðari hálfleik.

Fjórða og síðasta markið skoraði Denis Suarez en Barcelona hvíldi marga af sínum bestu leikmönnum, eðlilega, enda margir mikilvægir leikir framundan hjá þeim.

Villareal skoraði átta mörk gegn Almeria í sömu keppni í kvöld en fyrri leikur þessara liða endaði með 3-3 jafntefli. Karl Toko Ekambi skoraði fjögur af átta mörkum Villareal.

Atletico Madrid vann 4-0 sigur á Sant Andreu í köld en staðan var markalaus í hálfleik. Atletico vann fyrri leikinn 1-0 en mörk kvöldsins skiptu þeir Thomas Lemar, Nikola Kalinic, Angel Correa og Vittolo á milli sín.

Öll úrslit kvöldsins:

Atletico Madrid - Sant Andreu 4-0

Girona - Deportivo Alaves 2-1

Real Sociedad - Celta Vigo 2-0

Sevilla - Villanovense 1-0

Villareal - Almeria 8-0

Barcelona - Leonesa 4-1

Real Valladolid - Mallorca 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×