Handbolti

Kom að 58 mörkum og var bestur allra í nóvember

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ómar Ingi Magnússon skoraði 31 mark og gaf 27 stoðsendingar í nóvember.
Ómar Ingi Magnússon skoraði 31 mark og gaf 27 stoðsendingar í nóvember. vísir/getty
Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður Íslands í handbolta, var útnefndur leikmaður mánaðarins fyrir nóvember í dönsku úrvalsdeildinni en það var tilkynnt nú rétt í þessu á Facebook-síðu deildarinnar.

Ómar fór hamförum fyrir Íslendingalið Álaborgar í nóvember en hann skoraði 31 mark, þar af tíu úr vítaköstum og gaf 27 stoðsendingar. Hann kom því með beinum hætti að 58 mörkum í nóvember auk þess sem hann fiskaði fjögur vítaköst.

Með Selfyssinginn í stuði vann Álaborg fjóra af fimm leikjum sínum í nóvember en með liðinu spilar einnig Janus Daði Smárason og Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari þess.

Ómar Ingi var einnig í liði 14. umferðar en átti svo reyndar dapran dag á skrifstofunni í gærkvöldi þegar að hann skoraði aðeins eitt mark í tapleik. Álaborg er engu að síður á toppnum með 24 stig, stigi á undan GOG.

Hér að neðan má sjá brot af tilþrifum Ómars Inga í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×