Enski boltinn

Grétar Rafn tekur til starfa hjá Everton

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Grétar Rafn spilaði meðal annars með Bolton.
Grétar Rafn spilaði meðal annars með Bolton. vísir/getty
Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í fótbolta, er hættur sem yfirmaður knattspyrnumála hjá enska C-deildarliðinu Fleetwood en hann hefur verið ráðinn yfirnjósnari Everton í Evrópu.

Frá þessu er greint á vefsíðunni Training Ground Guru en þar segir að Grétar sé nú þegar hættur hjá Fleetwood og verður tilkynnt um ráðningu hans hjá Everton á morgun.

Siglfirðingurinn varð yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood árið 2015 og hefur náð miklum árangri hjá félaginu þar sem að hann hefur úr litlu að spila.

Hollendingurinn Marcel Brands var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton í maí á þessu ári en hann þekkir Grétar Rafn frá dögum þeirra hjá AZ Alkmaar.

Grétar er fyrrverandi atvinnumaður en hann spilaði með Young Boys, AZ Alkmaar, Bolton og Kayserispor í Tyrklandi á ellefu ára löngum atvinnumannaferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×