Enski boltinn

Aftur er knattspyrnustjóri Jóns Daða rekinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson. Vísir/Getty
Jón Daði Böðvarsson og félagar í Reading eru að fá nýjan knattspyrnustjóra eftir að félagið ákvað að reka Paul Clement í dag.

Paul Clement var aðeins búinn að vera stjóri félagsins í níu mánuði eftir að hafa tekið Reading liðinu í mars síðastliðnum.





Paul Clement er annars stjórinn sem Reading rekur á árinu 2018 en Hollendingurinn Jaap Stam þurfti að taka pokann sinn síðasta vor.

Reading hefur aðeins unnið 4 af 20 leikjum sínum í ensku b-deildinni á þessu tímabili og situr eins og er í 21. sæti deildarinnar.

Paul Clement er 46 ára gamall og hafði áður stýrt málum hjá bæði Swansea og Derby.

Jón Dadi Bödvarsson er að glíma við erfið bakmeiðsli og hefur ekki spilað með Reading í síðustu fimm leikjum.  

Reading hefur saknað íslenska landsliðsframherjans mikið en Jón Daði skoraði sex mörk í fyrstu níu deildarleikjum sínum á leiktíðinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×