Jónsi tilnefndur til Golden Globe-verðlauna Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2018 14:19 Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi. Vísir/Getty Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós, hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir besta lag. Um er að ræða lagið Revelation sem er að finna í kvikmyndinni Boy Erased. Myndin segir frá ungum syni predikara sem er neyddur til að gangast undir meðferð á vegum kirkjunnar með það að markmiði að fá hann til að hætta að vera samkynhneigðan.Lagið samdi Jónsi ásamt Brett McLaughlin og leikaranum Troye Sivan sem einnig syngur lagið. Leikstjóri myndarinnar er Joel Edgerton en á meðal leikara í myndinni eru Nicole Kidman, Russell Crowe og Lucas Hedges en Troye Sivan fer einnig með hlutverk í myndinni. Lucas Hedges er einnig tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni.Jónsi hefur áður samið tónlist fyrir kvikmyndir en þar má nefnda myndir á borð við How to Train Your Dragon og We Bought a Zoo. Troye Sivan hefur notið nokkurra vinsælla sem tónlistarmaður. Hann samdi nokkur lög sem náðu ekki inn í myndina en segir leikstjórann hafa beðið hann um að semja lag sérstaklega fyrir eina senu. Sivan sagði við Variety að Jónsi hefði verið að vinna að tónlist fyrir eina senu myndarinnar. Jónsi hafði samið stutt píanóstef sem hann vissi ekki hvað hann átti að gera við. Sivan, Joel og Jónsi fóru því saman í morgunmat og ræddu þessa tilteknu senu í myndinni og úr varð lagið Revelation eftir að Sivan hafði lagt sitt að mörkum við að semja það. Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós, hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir besta lag. Um er að ræða lagið Revelation sem er að finna í kvikmyndinni Boy Erased. Myndin segir frá ungum syni predikara sem er neyddur til að gangast undir meðferð á vegum kirkjunnar með það að markmiði að fá hann til að hætta að vera samkynhneigðan.Lagið samdi Jónsi ásamt Brett McLaughlin og leikaranum Troye Sivan sem einnig syngur lagið. Leikstjóri myndarinnar er Joel Edgerton en á meðal leikara í myndinni eru Nicole Kidman, Russell Crowe og Lucas Hedges en Troye Sivan fer einnig með hlutverk í myndinni. Lucas Hedges er einnig tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni.Jónsi hefur áður samið tónlist fyrir kvikmyndir en þar má nefnda myndir á borð við How to Train Your Dragon og We Bought a Zoo. Troye Sivan hefur notið nokkurra vinsælla sem tónlistarmaður. Hann samdi nokkur lög sem náðu ekki inn í myndina en segir leikstjórann hafa beðið hann um að semja lag sérstaklega fyrir eina senu. Sivan sagði við Variety að Jónsi hefði verið að vinna að tónlist fyrir eina senu myndarinnar. Jónsi hafði samið stutt píanóstef sem hann vissi ekki hvað hann átti að gera við. Sivan, Joel og Jónsi fóru því saman í morgunmat og ræddu þessa tilteknu senu í myndinni og úr varð lagið Revelation eftir að Sivan hafði lagt sitt að mörkum við að semja það.
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira