Enski boltinn

Stjórntæki þyrlunnar biluðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vichai Srivaddhanaprabha fagnar Englandsmeistaratitlinum með Claudio Ranieri í maí 2016.
Vichai Srivaddhanaprabha fagnar Englandsmeistaratitlinum með Claudio Ranieri í maí 2016. Vísir/Getty
Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur skilað af sér skýrslu vegna þyrluslyssins fyrir utan leikvang Leicester City.

Vichai Srivaddhanaprabha, eignandi og stjórnarformaður Leicester City, og fjórir aðrir létust í slysinu sem var mikið áfall fyrir alla í félaginu og í borginni.

Ástæða þyrluslyssins var bilun í stjórntækjum þyrlunnar sem orsakaði það að þyrluflugmaðurinn missti stjórn á henni.

Slysið varð aðeins nokkrum sekúndum eftir flugtak frá miðjum vellinum og hrapaði þyrlan á bílastæði við leikvanginn.





Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, lést í slysinu ásamt tveimur starfsmönnum sínum, Nusara Suknamai og Kaveporn Punpare sem og flugmanninum Eric Swaffer og gesti hans Izabelu Rozu Lechowicz.

Við rannsóknina kom í ljós að sambandið hefði rofnað frá stjórntæki flugmannsins aftur í þyril á stéli þyrlunnar sem orsakaði að þyrlan snérist stjórnlaus þar til hún hrapaði til jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×