Sport

Hörkutólin í NFL-deildinni líka með leikaraskap

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jalen Ramsey.
Jalen Ramsey. Vísir/Getty
Knattspyrnan hefur verið að reyna að útrýma leikaraskap úr sinni íþrótt en þetta hefur hingað til ekki verið mikið vandamál í ameríska fótboltanum þar sem menn verða að láta finna vel fyrir sér til að „lifa af“ í deildinni.

Í ameríska fótboltanum fá menn hrósið fyrir hörku og hreysti en það þykir flott þegar menn harka af sér og spila í gegnum ýmis meiðsli og sárandi.

Það mátti því búast við hörðum viðbrögðum þegar menn eru staðnir af leikaraskap.

Jalen Ramsey hjá Jacksonville Jaguars er í hópi bestu varnarmanna NFL-deildarinnar og hann er líka óhræddur við að tala með gorgeir og rembingi.

Ramsey vann sér aftur á móti ekki inn mörg hetjustig í leiknum á móti Tennessee Titans í nótt. Hið sterka varnarlið Jacksonville Jaguars fékk þá á sig 30 stig og tapaði með 21 stigi.

Það er erfitt að segja hvort þetta stóra tap eða leikaraskapur Ramsey sé vandræðalegra fyrir hörkutólin frá Flórída.

Bandarískir fjölmiðlar hafa líka keppst við að skjóta á Jalen Ramsey og þar á meðal er ESPN eins og sjá má hér fyrir neðan.







NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×