Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í markaðinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. desember 2018 07:15 Krónan mun veikjast þegar aflandskrónum verður leyft að sleppa úr landi að mati hagfræðinga. Fréttablaðið/GVA Seðlabanki Íslands mun þurfa að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að sporna við veikingu krónunnar þegar aflandskrónur taka að streyma úr landi. Þetta segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Ríkisstjórnin samþykkti í gærmorgun að leggja fram á Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum. Breytingarnar fela í sér að aflandskrónueigendur geti losað aflandskrónueignir sínar að fullu með því að skipta þeim í gjaldeyri á álandsmarkaði eða eiga þær sem fullgildar álandskrónur þegar um samfellt eignarhald frá því fyrir fjármagnshöft er að ræða. „Þetta eru risatíðindi enda eru aflandskrónurnar síðustu leifar fjármálahrunsins. Það er ljóst að þessar breytingar munu hafa neikvæð áhrif á gengi krónunnar ef Seðlabankinn gerir ekki neitt og við sáum að krónan veiktist strax í kjölfar þess að tilkynningin var gefin út,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans í samtali við Fréttablaðið. Heildarumfang aflandskróna er um 84 milljarðar króna. Seðlabankinn hefur gefið út að hann sé vel í stakk búinn til að bregðast við skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði. Þar sem losunin tengist fortíðarvanda en ekki undirliggjandi efnahagsaðstæðum geti verið meira tilefni til að draga úr áhrifum á gengi krónunnar en ella. „Samkvæmt upplýsingunum sem Seðlabankinn birtir kemur fram að aflandskrónurnar eigi að fara í gegnum gjaldeyrismarkaðinn sem er mjög þunnur. Það þarf ekki mikið til að hreyfa við gengi krónunnar. Ef Seðlabankinn myndi halda að sér höndum á meðan um 80 milljarðar af krónum streyma inn á markaðinn til að kaupa gjaldeyri þá er augljóst að krónan myndi að öðru óbreyttu taka umtalsverða dýfu. Seðlabankinn gefur í skyn að hann muni grípa inn í markaðinn ef miklar sveiflur verða á genginu en lofar engu,“ segir Daníel. Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans veiktist raungengi krónunnar um fjögur prósent í nóvember og í samanburði við sama mánuð í fyrra nam veikingin 11,9 prósentum. „Það hefði kannski verið betra að flytja þetta frumvarp þegar krónan var í styrkingarfasa en ekki veikingarfasa,“ segir Daníel.Erlendir fjárfestar geti losað stöður Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem eiga að auka sveigjanleika á formi bindingar reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. Hingað til hefur þurft að uppfylla bindingarskyldu með því að leggja inn á bundinn reikning hjá innlánsstofnun en breytingarnar gera mögulegt að uppfylla bindingarskyldu með endurhverfum viðskiptum með innstæðubréf Seðlabankans. „Það hefur verið hindrun fyrir suma erlenda fjárfesta að koma með fjármagn til landsins vegna bindiskyldunnar vegna þess að þeim er óheimilt að að fjárfesta ef þeir geta ekki losað fjárfestinguna með skjótum hætti,“ segir Daníel. „Nú er verið að gefa fjárfestum tækifæri til að koma með fjármagn til landsins án þess að eiga kröfu á íslensku bankana og að geta losað stöður sínar áður en bindiskyldutíminn er að fullu útrunninn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Seðlabanki Íslands mun þurfa að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að sporna við veikingu krónunnar þegar aflandskrónur taka að streyma úr landi. Þetta segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Ríkisstjórnin samþykkti í gærmorgun að leggja fram á Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum. Breytingarnar fela í sér að aflandskrónueigendur geti losað aflandskrónueignir sínar að fullu með því að skipta þeim í gjaldeyri á álandsmarkaði eða eiga þær sem fullgildar álandskrónur þegar um samfellt eignarhald frá því fyrir fjármagnshöft er að ræða. „Þetta eru risatíðindi enda eru aflandskrónurnar síðustu leifar fjármálahrunsins. Það er ljóst að þessar breytingar munu hafa neikvæð áhrif á gengi krónunnar ef Seðlabankinn gerir ekki neitt og við sáum að krónan veiktist strax í kjölfar þess að tilkynningin var gefin út,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans í samtali við Fréttablaðið. Heildarumfang aflandskróna er um 84 milljarðar króna. Seðlabankinn hefur gefið út að hann sé vel í stakk búinn til að bregðast við skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði. Þar sem losunin tengist fortíðarvanda en ekki undirliggjandi efnahagsaðstæðum geti verið meira tilefni til að draga úr áhrifum á gengi krónunnar en ella. „Samkvæmt upplýsingunum sem Seðlabankinn birtir kemur fram að aflandskrónurnar eigi að fara í gegnum gjaldeyrismarkaðinn sem er mjög þunnur. Það þarf ekki mikið til að hreyfa við gengi krónunnar. Ef Seðlabankinn myndi halda að sér höndum á meðan um 80 milljarðar af krónum streyma inn á markaðinn til að kaupa gjaldeyri þá er augljóst að krónan myndi að öðru óbreyttu taka umtalsverða dýfu. Seðlabankinn gefur í skyn að hann muni grípa inn í markaðinn ef miklar sveiflur verða á genginu en lofar engu,“ segir Daníel. Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans veiktist raungengi krónunnar um fjögur prósent í nóvember og í samanburði við sama mánuð í fyrra nam veikingin 11,9 prósentum. „Það hefði kannski verið betra að flytja þetta frumvarp þegar krónan var í styrkingarfasa en ekki veikingarfasa,“ segir Daníel.Erlendir fjárfestar geti losað stöður Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem eiga að auka sveigjanleika á formi bindingar reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. Hingað til hefur þurft að uppfylla bindingarskyldu með því að leggja inn á bundinn reikning hjá innlánsstofnun en breytingarnar gera mögulegt að uppfylla bindingarskyldu með endurhverfum viðskiptum með innstæðubréf Seðlabankans. „Það hefur verið hindrun fyrir suma erlenda fjárfesta að koma með fjármagn til landsins vegna bindiskyldunnar vegna þess að þeim er óheimilt að að fjárfesta ef þeir geta ekki losað fjárfestinguna með skjótum hætti,“ segir Daníel. „Nú er verið að gefa fjárfestum tækifæri til að koma með fjármagn til landsins án þess að eiga kröfu á íslensku bankana og að geta losað stöður sínar áður en bindiskyldutíminn er að fullu útrunninn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira