Fótbolti

Ragnar sá rautt í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ragnar í leik með Rostov
Ragnar í leik með Rostov vísir/getty
Björn Bergmann Sigurðarson, Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason voru í byrjunarliði Rostov þegar liðið heimsótti Krylya Sovetov í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Viðar Örn Kjartansson hóf leik á varamannabekknum en kom inná og lék síðasta hálftímann.

Rostov lenti undir snemma leiks þegar Paul Anton skoraði úr vítaspyrnu. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Sergey Kornilenko, sóknarmaður Krylya Sovetov, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Einum fleiri tókst Íslendingaliðinu ekki að koma til baka og á 82.mínútu varð jafnt í liðum þegar Ragnar fékk að líta rauða spjaldið. Skömmu síðar fór liðsfélagi Ragnars, Alexandru Gatcan, sömu leið.

Þrjú rauð spjöld fóru því á loft í leiknum en fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 1-0 fyrir Krylya Sovetov. Rostov í 6.sæti rússnesku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×