Handbolti

Ómar Ingi markahæstur í sigri á Nordsjælland

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ómar í leik með íslenska landsliðinu. Hann hefur farið mikinn í dönsku úrvalsdeildinni í vetur
Ómar í leik með íslenska landsliðinu. Hann hefur farið mikinn í dönsku úrvalsdeildinni í vetur vísir/ernir
Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason voru í eldlínunni með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar liðið sótti Nordsjælland heim.

Báðir eru þeir í lykilhlutverki í sóknarleik liðsins og þeir hjálpuðu liði sínu að innbyrða nokkuð öruggan fjögurra marka sigur, 25-29, eftir að hafa leitt með fimm mörkum í leikhléi, 11-16.

Ómar Ingi var markahæstur í liði Álaborgar ásamt Henrik Möllgard en þeir skoruðu fimm mörk hvor. Janus Daði skoraði þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×