Fótbolti

Alfreð spilaði klukkutíma í tapi - Bæjarar unnu örugglega

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfreð var ekki á skotskónum í dag.
Alfreð var ekki á skotskónum í dag. vísir/getty
Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg þegar liðið heimsótti Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Alfreð var skipt af velli á 61.mínútu en þá var enn markalaust. Stundarfjórðungi fyrir leikslok komust heimamenn yfir með marki Lucas Alario og reyndist það sigurmark leiksins.

Á sama tíma vann Bayern Munchen öruggan heimasigur á Nurnberg, 3-0, þar sem Robert Lewandowski gerði tvö mörk áður en Franck Ribery innsiglaði sigurinn. Bæjarar þar með komnir upp í 2.sæti deildarinnar.

Þeir eru þó níu stigum á eftir toppliði Borussia Dortmund sem vann öflugan útisigur í dag þegar þeir heimsóttu Schalke. Daninn Thomas Delaney og Englendingurinn Jadon Sancho sáu um markaskorun í 1-2 sigri Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×