Enski boltinn

Mikilvægir sigrar hjá Aroni og Jóhanni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann í baráttunni í kvöld.
Jóhann í baráttunni í kvöld. vísir/getty
Burnley og Cardiff unnu bæði mikilvæga sigra í sextándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Burnley hafði betur gegn Brighton og Cardiff kláraði Southampton.

Burnley vann 1-0 sigur á Brighton á heimavelli. Eftir hornspyrnu Jóhanns Bergs og smá darraðadans barst boltinn til James Tarkowski sem kom Burnley yfir.

Jóhann Berg var skipt af velli á 72. mínútu en hann virtist hafa orðið fyrir einhverjum meiðslum. Vonandi ekki alvarleg meiðsli það en Burnley komið úr fallsæti og er nú í sautjánda sætinu.

Cardiff vann einnig 1-0 heimasigur gegn Southampton en markið skoraði Callum Peterson stundarfjórðungi fyrir leikslok. Afar mikilvægur sigur Cardiff sem færist upp töfluna.

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Cardiff sem er komið upp í fjórtánda sæti deildarinnar. Þeir eru með fjórtán stig en Southampton er í 19. sæti með níu stig.

West Ham vann svo 3-2 sigur á Crystal Palace. Palace komst yfir með marki James McArthur en Robert Snodgrass, Chicharito og Felipe Anderson komu West Ham í 3-1.

Jeffrey Schlupp minnkaði muninn fyrir Palace en nær komust þeir ekki. Palace í sextánda sætinu en West Ham er komið upp í tíunda sæti deildarinnar.

Hasenhutti, stjóri Southampton, í viðtali:





Fleiri fréttir

Sjá meira


×