Handbolti

Óðinn fór á kostum í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óðinn spilaði vel í dag.
Óðinn spilaði vel í dag. vísir/bára
Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum er GOG vann fimm marka sigur á Mors-Thy, 31-26, í danska úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

GOG var fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9, og sigldu sigrinum örugglega heim en Óðinn skoraði átta mörk úr átta skotum og var markahæsti leikmaður vallarins.

Óðinn og félagar eru í öðru sætinu í Danmörku, einu stigi á eftir öðru Íslendingaliði, Álaborg en bæði lið hafa spilað sextán leiki í deildinni þetta tímabilið.

Sænsku meistararnir í Kristianstad unnu ellefu marka sigur á Redbergslids, 29-18, í sænsku deildinni en Íslendingaliðið var 14-11 yfir í hálfleik. Þeir keyrðu yfir gestina í síðari hálfleik.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk og Teitur Örn Einarsson og Ólafur Guðmundsson skoruðu sitt hvort markið en Kristianstad er á toppnum í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×