Enski boltinn

Ótrúlegur munur á Cardiff með eða án Arons

Anton Ingi Leifsson skrifar
Okkar maður fagnar sigri dagsins.
Okkar maður fagnar sigri dagsins. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson hefur heldur betur hjálpað Cardiff að snúa gengi liðsins við eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni. Hann var að sjálfsögðu í liðinu hjá Cardiff sem vann 1-0 sigur á Southampton í dag.

Cardiff kom upp úr ensku B-deildinni í sumar og var í vandræðum í byrjun sumars. Íslenski fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, var á meiðslalistanum í byrjun tímabils og það hjálpaði ekki nýliðunum.

Þegar Aron hefur ekki verið með Cardiff hefur liðið ekki unnið leik og náði einungis í tvö jafntefli í átta leikjum. Tvö stig af 24 en það hefur heldur betur breyst eftir að okkar maður snéri aftur.

Nú hefur Cardiff unnið fjóra af átta leikjum sínum sem Aron hefur verið með í og er komið upp í fjórtánda sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×