Fótbolti

Heimir er í Katar | Tekur hann við Al Arabi?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Verður næsta starf Heimis í Katar?
Verður næsta starf Heimis í Katar? vísir
Fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Vestmannaeyingurinn Heimir Hallgrímsson, var á meðal áhorfenda á leik Umm Salal og Al Arabi í úrvalsdeildinni í Katar í gær.

Eins og greint var frá á föstudag  er Heimir sagður líklegur til að taka við stjórnartaumunum hjá Al Arabi og þykir þessi heimsókn renna stoðum undir þær sögusagnir.

Al Arabi lyfti sér upp í 6.sæti deildarinnar með því að vinna 0-3 sigur á Umm Salal að viðstöddum Heimi.

Tólf lið leika í úrvalsdeildinni í Katar og hefur Al Arabi sjö sinnum orðið meistari, síðast árið 1997. Félagið er í höfuðborginni Doha.


Tengdar fréttir

Heimir í viðræðum við lið í Katar

Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, Heimir Hallgrímsson, gæti verið við það að taka við starfi knattspyrnustjóra hjá félagsliði í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×