Handbolti

Jafnt hjá Svíum og Frökkum á meðan Ungverjar lögðu þær þýsku

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Isabelle Gullden sækir að marki Frakka í dag.
Isabelle Gullden sækir að marki Frakka í dag. vísir/getty
Fyrri leikjum dagsins á EM kvenna í handbolta er lokið en mótið fer fram í Frakklandi þessa dagana.

Heimakonur mættu Svíþjóð í milliriðli og úr var gífurlega jafn leikur þó Svíar hafi haft frumkvæðið stærstan hluta leiksins. Fór að lokum svo að liðin skildu jöfn, 21-21.

Isabelle Gulden var markahæst hjá Svíum með sex mörk en Alexandra Lacrabere gerði fimm mörk fyrir Frakkland.

Frakkar því áfram á toppi riðilsins með fimm stig en eiga á hættu að missa Rússa upp fyrir sig þar sem Rússland mætir Serbíu í dag.

Á sama tíma áttust við Ungverjar og Þjóðverjar í milliriðli tvö og þar var sömuleiðis boðið upp á hnífjafnan leik sem réðst á lokasekúndunum.

Ungverjar reyndust sterkari á lokakaflanum og unnu eins marks sigur, 26-25, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í leikhléi, 12-10.

Alicia Stölle (Þýskaland) var markahæsti leikmaður vallarins með níu mörk en Viktoria Lukacs var atkvæðamest Ungverja með sjö mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×