Enski boltinn

Darmian saknar Ítalíu og ítalska boltans

Anton Ingi Leifsson skrifar
„Þetta verður allt í lagi vinur.“
„Þetta verður allt í lagi vinur.“ vísir/getty
Matteo Darmian, bakvörður Manchester United, segir að hann sakni Ítalíu og ítalska boltans en Darmian hefur átt erfitt uppdráttar hjá United.

Darmian gekk í raðir United frá Torino 2015 en hefur einungis tekið þátt í þremur leikjum það sem af er tímabilinu.

Hinn 29 ára gamli Ítali hefur verið orðaður við endurkomu til Ítalíu og hefur Juventus verið nefnt í umræðunni eins og Inter, Napoli og Roma.

„Ég verð að segja það að ég missi Seríu A og Ítalíu núna,“ sagði Darmian í samtali við Dazzetta dello Sport, eitt vinsælasta íþróttadagblaðið á Ítalíu.

„Ég veit að ég er hjá einu af besta félagi í heimi og ég er mjög ánægður hjá Manchester United en ég sakna Ítalíu. Ég elska landið mitt.“

Darmian hefur lítið spilað og því ekki verið í ítalska landsliðshópnum sem Roberto Mancini tók við á síðasta ári.

„Markmið mitt er að spila aftur fyrir Ítalíu. Roberto Mancini hefur ekki kallað mig í hópinn en ég vona að það verði vonandi í framtíðinni,“ bætti Darmian við að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×