Handbolti

Ísak næst markahæstur í bikarsigri | Tap hjá Elverum og West Wien

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísak átti flottan leik í kvöld.
Ísak átti flottan leik í kvöld. vísir/ernir
Íslendingaliðið West Wien er úr leik í austurríska bikarnum eftir sex marka tap, 30-24, gegn öðru úrvaldseildarliði, Hard, í bikarnum í dag.

Alpla Hard var fimm mörkum yfir í leikhlé og aldrei náði Íslendingaliðið að setja heimamenn undir pressu. Lokatölur sex marka tap hjá Hannesi Jónssyni og lærisveinum hans í West Wien.

Ólafur Bjarki Ragnarsson var markahæstur Íslendinganna með fjögur mörk en þeir Guðmundur Hólmar Helgason og Viggó Kristjánsson, afmælisbarn dagsins, gerðu sitt hvor tvö mörkin.

Ísak Rafnsson og félagar í Schwaz lentu ekki í vandræðum með B-deildarliðið Schlafraum. Schwas var sjö mörkum yfir í hálfleik 14-7 en munurinn varð að endingu átján mörk, 34-16. .

Ísak átti flottan leik og spilaði vel í sóknarleiknum. Hann skoraði að endingu fimm mörk og var næst markahæsti leikmaður Schwaz sem er komið áfram í átta liða úrslitin.

Elverum tapaði nokkuð óvænt fyrir Nærbø á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í handbolta, 30-29, en Nærbø var 16-13 yfir í hálfleik.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði fimm mörk úr níu skotum í liði Elverum og Þráinn Orri Jónsson gerði eitt mark. Elverum er í þriðja sæti deildarinnar en Nærbø er í áttunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×