Enski boltinn

Ancelotti segir Napoli ætla að sækja til sigurs gegn Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ancelotti er klár í slag vikunnar.
Ancelotti er klár í slag vikunnar. vísir/getty
Carlo Ancelotti, stjóri Napoli, segir að liðið muni fara til Liverpool og sækja til sigurs er liðin mætast í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið.

LIverpool þarf sigur til þess að fara áfram en Napoli þarf einungis jafntefli. Þrátt fyrir það ætlar Ancelotti ekki að leggja rútunni því hann segir að það sé ekki hans leikur.

„Þetta verður erfiður og spennandi leikur. Við munum fara þangað og spila okkar venjulega leik. Við munum ekki fara og leggja rútunni því það er ekki okkar leikur,“ sagði Ancelotti fyrir leik vikunnar.

„Við munum reyna stýra leiknum og ég er viss um að strákarnir eru klárir og munu gefa allt. Við munum fara til Liverpool og sækja.“

Þrátt fyrir að hafa hvílt nokkra lykilmenn um helgina þá lenti Napoli ekki í miklum vandræðum með Frosinone og vann, líkt og Liverpool, öruggan 4-0 sigur.

„Ég hef rúllað aðeins á liðinu, ekki bara til þess að hvíla þreytta fætur heldur einnig til að gefa fleiri tækifæri á að spila.“

„Ég þarf á öllum að halda og þetta er leiðin áfram. Þeir sem komu inn gerðu vel og gerðu allir mjög góða hluti. Þessi leikur var bananahýði en við gerðum þetta vel,“ sagði Ancelotti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×