Körfubolti

Brynjar bætti Íslandsmet: „Stórkostleg tilfinning“

Axel Örn Sæmundsson skrifar
Brynjar í leik með Stólunum í vetur.
Brynjar í leik með Stólunum í vetur. vísir/bára
„Það er bara stórkostleg tilfinning að slá met og er ég mjög þakklátur Israel að hleypa mér aftur inná og leyft mér að ná metinu,“ sagði Brynjar Þór Björnsson leikmaður Tindastóls eftir leik gegn Blikum í kvöld.

Brynjar setti niður 16 þriggja stiga körfur í leiknum og endaði með 48 stig. Þetta er nýtt Íslandsmet í hittum þriggja stiga körfum en gamla metið átti Franc Booker setti með Njarðvík 1991.

 

„Mér fannst mjög skrýtið að Breiðablik hefði spilað svæði allan leikinn, við erum með það góðar skyttur að ég tek því bara sem ákveðinni móðgun að mæta í svæði á móti mér og fleirum“ bætti Brynjar við þegar hann var spurður út í gang leiksins.

 

„Ef þeir ætluðu að spila svæði þá áttu aldrei séns í dag, þetta var bara spurning hvernig við myndum mæta í leikinn og hvort við værum rétt stemmdir“.

 

Philip Alawoya er búinn að spila nokkra leiki með Tindastól núna í vetur og líkar Brynjari og liðsfélögum hans greinilega vel við. „Það er bara frábært að spila með honum, hann gefur okkur svo margt sem menn kannski sjá ekki, setur skrín og er að frákasta vel og spila flotta vörn. Ég gæti ekki verið sáttari með hann.“.

 

Aðspurður hvort hann bæti ekki bara Íslandsmetið aftur í næsta leik gegn Skallagrím svaraði Brynjar.

„Ég ætla nú ekki að lofa þér því að þetta haldi svona áfram en ég vona að það verði eitthvað nálægt því.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×