Körfubolti

Ingi: Fíaskóið hjá Arnari var klókt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Mathús Garðabæjarhöllinni skrifar
Ingi Þór tók við KR í sumar
Ingi Þór tók við KR í sumar vísir/bára
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, vissi ekki hvert hann væri kominn þegar kollegi hans á hliðarlínunni, Arnar Guðjónsson, óð inn á völlinn á meðan leik Stjörnunnar og KR stóð í Domino‘s deild karla.

„Arnar setti tóninn með þessu fíaskói sínu, ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Ingi við Svala Björgvinsson í viðtali á Stöð 2 Sport í leikslok.

„Mér fannst eins og ég væri staddur á einhverjum allt öðrum stað.“

„Þetta var klókt hjá honum og hann komst upp með þetta, það voru allir flatir hjá okkur eftir þetta.“

Atvikið átti sér stað seint í fyrsta leikhluta leiksins í Garðabænum í kvöld. Í öðrum leikhluta tók Stjarnan öll völd og kom sér í örugga forystu, leiknum lauk með 95-84 sigri Stjörnunnar.

„Mér fannst varnarleikurinn galopnast og þeir voru að skjóta gríðarlega vel. Erum að gefa þeim allt of mikið og opnum okkur allt of mikið,“ sagði Ingi.

„Annar leikhluti var hroðalegur bara. Hvernig menn koma gíraðir inn og hvað þeir ætla að gera, við gerum það í 1. en svo fer botninn úr þessu. Fengum lítði framlag frá bakvörðunum framan af.“

KR hefur ekki náð sér almennilega á strik í síðustu leikjum og sagði Ingi að liðið hefði farið fram úr sér eftir sigurinn á Tindastóli. En er boðlegt að lið með jafn mikla reynslu og KR láti einn sigur slá sig út af laginu í nokkrar vikur eftir á?

„Það sýnir okkur bara að við erum ekki á þeim stað sem við ætlum að vera á. Vitum hvað við viljum gera en erum ekki að ná að framkvæma það. Kannski erum við ekki með réttu mennina.“

„Við þurfum að fá leikmenn til þess að stíga upp á miðjunni, okkur vantar framlag frá bakvörðunum, þetta er mikilvægasta staðan á vellinum,“ sagði Ingi.

Hann sagði KR-inga þó ekki vera að hugsa um að fá til sín nýja leikmenn. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×