Enski boltinn

Upphitun: Jói Berg snýr aftur og Manchesterliðin í eldlínunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sex leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Jóhann Berg Guðmundsson mætir aftur í lið Burnley í fallslag.

Jóhann Berg meiddist rétt fyrir landsleikjahléið en er orðinn heill heilsu eftir því sem knattspyrnustjórinn Sean Dyche sagði á fréttamannafundi í vikunni.

Burnley mætir Crystal Palace í risastórum leik í fallbaráttunni. Bæði lið eru með 9 stig og sitja einu stigi frá fallsæti fyrir 14. umferðina.

Leikur Palace og Burnley er einn af fimm sem fara fram klukkan 15:00. Huddersfield og Brighotn eigast við í öðrum leik í botnbaráttunni á meðan Manchester City mætir Bournemouth.

City er á toppi deildarinnar, ósigrað eftir 13 leiki. Borunemouth hefur farið vel af stað í deildinni og er í 8. sæti með 20 stig líkt og Watford.

Leikmenn Bournemouth munu þó líklega ekki ráða við ógnarsterkt lið Manchester City á Etihadvellinum í Manchester.

Lokaleikur dagsins er viðureign Southampton og Manchester United. United er sjö stigum frá fjórða sæti deildarinnar og ylja stuðningsmenn liðsins sér líklega við að United mætir liði í fallsæti á sama tíma og fjögur af liðunum sex fyrir ofan þá mætast innbyrðis.

Leikir dagsins:

15:00 Crystal Palace - Burnley

15:00 Huddersfield - Brighton

15:00 Leicester - Watford

15:00 Manchester City - Bournemouth, í beinni á Stöð 2 Sport

15:00 Newcastle - West Ham

17:30 Southampton - Manchester United, í beinni á Stöð 2 Sport




Fleiri fréttir

Sjá meira


×