Borgin skeri niður stjórnsýslu og borgi auka 140 milljónir til SÁÁ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. nóvember 2018 08:00 Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins MYND/HÅKON BRODER LUND Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt til að Reykjavíkurborg auki fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna. Lagt er til að veitingin verði fjármögnuð með því að skera niður um 2,4 prósent í miðlægri stjórnsýslu borgarinnar en rekstrarkostnaður hennar nemur rúmum 5,8 milljörðum króna samkvæmt fjárhagsáætlun 2019. Gert er ráð fyrir að stærstum hluta fjármunanna, um 65 milljónum, verði varið í að koma á fót búsetu- og meðferðarúrræði fyrir tíu konur með alvarlega fíknisjúkdóma. Því sem eftir stendur verði varið í stuðning og sálfræðiþjónustu fyrir börn sem eru aðstandendur einstaklinga með fíknisjúkdóma, þjónustu fyrir fólk yngra en 25 ára sem glímir við fíkn og sérhæfða þjónustu til stuðnings einstaklingum eldri en fimmtíu ára með langvarandi fíknivanda. Núverandi þjónustusamningur borgarinnar við SÁÁ hljóðar upp á 19 milljóna króna fjárveitingu. Tillögurnar gera ráð fyrir tíu milljóna króna stofnkostnaði vegna búsetuúrræðisins fyrsta árið og 130 milljónum vegna annarra þátta. Kostnaður á öðru samningsári yrði því 130 milljónir króna og yrði samningurinn endurskoðaður árlega. „Mikilvægt er að hlúa betur að einstaklingum með fíknivanda vegna breytinga á samfélagsmynstri síðustu ár. Sóknarfærin felast meðal annars í snemmíhlutunum og forvirkum aðgerðum fyrir einstaklinga í áhættuhóp, sem sagt koma í veg fyrir að fólk lendi í neyslu,“ segir Egill Þór. Tillagan verður rædd á fundi borgarstjórnar í dag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt til að Reykjavíkurborg auki fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna. Lagt er til að veitingin verði fjármögnuð með því að skera niður um 2,4 prósent í miðlægri stjórnsýslu borgarinnar en rekstrarkostnaður hennar nemur rúmum 5,8 milljörðum króna samkvæmt fjárhagsáætlun 2019. Gert er ráð fyrir að stærstum hluta fjármunanna, um 65 milljónum, verði varið í að koma á fót búsetu- og meðferðarúrræði fyrir tíu konur með alvarlega fíknisjúkdóma. Því sem eftir stendur verði varið í stuðning og sálfræðiþjónustu fyrir börn sem eru aðstandendur einstaklinga með fíknisjúkdóma, þjónustu fyrir fólk yngra en 25 ára sem glímir við fíkn og sérhæfða þjónustu til stuðnings einstaklingum eldri en fimmtíu ára með langvarandi fíknivanda. Núverandi þjónustusamningur borgarinnar við SÁÁ hljóðar upp á 19 milljóna króna fjárveitingu. Tillögurnar gera ráð fyrir tíu milljóna króna stofnkostnaði vegna búsetuúrræðisins fyrsta árið og 130 milljónum vegna annarra þátta. Kostnaður á öðru samningsári yrði því 130 milljónir króna og yrði samningurinn endurskoðaður árlega. „Mikilvægt er að hlúa betur að einstaklingum með fíknivanda vegna breytinga á samfélagsmynstri síðustu ár. Sóknarfærin felast meðal annars í snemmíhlutunum og forvirkum aðgerðum fyrir einstaklinga í áhættuhóp, sem sagt koma í veg fyrir að fólk lendi í neyslu,“ segir Egill Þór. Tillagan verður rædd á fundi borgarstjórnar í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira