Erlent

Airbnb fjarlægir íbúðir á Vesturbakkanum af skrá

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá mótmælum á Vesturbakkanum fyrr í mánuðinum en landsvæðið er einn helsti ásteitingarsteinninn í deilu Ísraels og Palestínu.
Frá mótmælum á Vesturbakkanum fyrr í mánuðinum en landsvæðið er einn helsti ásteitingarsteinninn í deilu Ísraels og Palestínu. vísir/getty
Airbnb leigumiðlunin ætlar að fjarlægja allar skráningar á síðu sinni á íbúðum á Vesturbakkanum í Ísrael.

Fyrirtækið, sem er bandarískt segir að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi þess að Vesturbakkinn sé einn helsti ásteitingarsteinninn í deilu Ísraela og Palestínumanna, en Vesturbakkinn er landsvæði sem Ísraelar hernumdu á sínum tíma og er litið á landnemabyggðirnar þar sem ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum.

Palestínumenn fagna ákvörðun Airbnb en Ísraelar fordæma hana og hafa hótað málsóknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×