Handbolti

Tvö sóknarbrot á sama stað en aðeins rautt fyrir annað þeirra | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Allan Norðberg nefbrotnaði en fagnaði tveimur stigum á Twitter.
Allan Norðberg nefbrotnaði en fagnaði tveimur stigum á Twitter. skjáskot
KA vann glæsilegan útisigur á ÍBV, 32-30, í Olís-deild karla í handbolta í gærkvöldi en með sigrinum lyfti KA sér upp í áttunda sæti deildarinnar á meðan Íslands, bikar- og deildarmeistararnir eru í tíunda sæti með sex stig eftir níu umferðir.

Tvö umdeild atvik áttu sér stað í leiknum þegar að varnarmenn sitthvors liðsins lágu eftir óvígir. Hákon Daði Styrmisson braut á Allan Norðberg í fyrri hálfleik og var ekkert dæmt en Tarik Kasumovic fékk svo rautt spjald í seinni hálfleik fyrir brot á Elliða Snæ Viðarssyni.

Hákon Daði rak olnbogann í nefið á Færeyingnum Allan Norðberg undir lok fyrri hálfleiks með þeim afleiðingum að Allan þurfti að fara af velli nefbrotinn. Ekkert var dæmt við litla hrifningu KA-manna og ekki urðu þeir kátari undir lok leiks.

Þegar að skammt var eftir var Bosníumaðurinn hávaxni í liði KA, Tarik Kasumovic, að reyna að komast að markinu en rak olnbogann í andlitið á Elliða Snæ Viðarssyni, leikmanni ÍBV.

Brotið átti sér stað nánast á sama stað vallarins og Allan fór niður en að þessu sinni fór rauða spjaldið á loft. KA-menn lýstu yfir óánægju sinni með þetta á vellinum sem og á samfélagsmiðlum í gær.

Hér að neðan má sjá bæði atvikin.



Klippa: ÍBV - KA - Allan Nefbrotinn
 

Klippa: ÍBV - KA - Tarik fær rautt

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×